BLIKKÁS EHF.
Samskipti
Öll helstu samskipti um tilboð, pantanir og aðrar upplýsingar milli Blikkás ehf.og viðskiptavina skulu vera skrifleg eða í tölvutækju formi. Upplýsingar milli aðila gefnar í gegnum síma, og kostnaður vegna mistaka sem af því hlýst, er alltaf alfarið á ábyrgð viðkomandi viðskiptavinar. Blikkás ehf. ber ekki ábyrgð á vinnubrögðum þriðja aðila, svo sem verktaka/iðnaðarmanna, einstaklinga eða fyrirtækja, jafnvel þó Blikkás ehf. hafi bent á viðkomandi til að annast verkefni.
Pöntunarstaðfesting með innáborgun
Eftir að tilboð eða pöntun er gerð sendir Blikkás ehf. staðfestingu á tölvupósti til viðskiptavinar, sem þarf að lesa yfir upplýsingar á tilboði og/eða pöntun og samþykkja. Ganga frá greiðslu/innáborgun áður en sölupöntun fer í framleiðslu eða vörur í pöntun. Öll verð eru staðgreiðsluverð nema annað sé tekið fram. Við pöntun skal greiða að fullu fyrir vörur að verðmæti undir kr. 250.000. en yfir þeim mörkum skal greiða 50% staðfestingargjald áður en framleiðsla eða vörupöntun hefst. Eftirstöðvar greiðast við afhendingu vörunnar.Use this section to
Að öðru leiti er vísað í viðskiptasamninga, greiðslufresti og/eða reikningsviðskipti.exp
Reikningsviðskipti
Fylla þarf út umsóknarform um reikningsviðskipti, sjálfsábyrgð, úttektarheimild og greiðsluskilmála. Blikkás ehf. áskilur sér þó ávallt rétt til að fara fram á innborgun/fyrirframgreiðslu ef um stór verkefni er að ræða. Lokað verður fyrirvaralaust á auknar úttektir fram yfir heimildir ef ekki hefur verið um þær samið. Vanskil fram yfir eindaga verða send í innheimtu með tilheyrandi kostnaði ásamt því að verða tilkynnt.
Greiða skal alltaf samkvæmt útsendum gíróseðlum eða í netbanka ásamt dráttarvöxtum ef komið er fram yfir eindaga; viðskiptavinir í reikningsviðskiptum bera innheimtukostnað/seðilgjöld. Varan er eign Blikkás ehf. þangað til að fullnaðargreiðsla hefur borist.
Skilmálar
Málsetningar eða tæknilegar upplýsingar sem eru fram lagðar eru á ábyrgð viðskiptavinar sem ávallt skulu útvega upplýsingar um tæknilegar útfærslur verkefna, tilbúnum til framleiðslu og hæfum til innsláttar í framleiðslukerfi Blikkás ehf. Blikkás ehf. áskilur sér rétt til gjaldfærslu útseldrar vinnu starfsmanns vegna undirbúnings pantana fyrir framleiðslu og tæknilega útfærslu, svo og fyrir að mæla upp skapalón og aðra þætti verkefna.
Flutningur
Viðskiptavinur ber ávallt flutningskostnað á endanlegan afhendingarstað og aftur til baka nema um annað sé samið sérstaklega.
Afgreiðslutími
Uppgefinn framleiðslutími / afhendingardagur tilboða og pantana er alltaf áætlaður, er ekki loforð og er háður hráefnis- og verkefnisstöðu hverju sinni. Athugið að undirbúa þarf tímanlega hráefnisöflun fyrir stærri verkefni. Ekki er bættur kostnaður sem hlýst af ef raunverulegur vöruafhendingtími fer fram yfir áætlaðan framleiðslutíma / afhendingardag vörunnar. Ekki er hægt að taka frá pláss í framleiðsluröðinni. Athugið að mæling verkefna og tímafrekur undirbúningur fyrir framleiðslu, akstur og uppsetningu vörunnar er ekki innifalinn í áætluðum framleiðslutíma / afhendingardegi. Ef vara er ekki sótt innan 3 mánaða frá pöntun áskilur Blikkás ehf. sér fullan rétt til að innheimta greiðslu fyrir söluvirði vörunnar.
Ábyrgðir, framleiðslukröfur, frávik
Kaupanda er bent á að skoða vöruna og athuga hvort hún uppfyllir kröfur viðkomandi áður en annar kostnaðarsamur undirbúningur verksins fer fram. Komi í ljós einhverjir ágallar eða mistök sem rekja má til Blikkás ehf. skal tilkynna það innan 3 daga frá afhendingardegi annars er athugasemdin ekki tekin gild. Sé varan sannanlega gölluð framleiðir Blikkás ehf. nýtt í staðinn, ekki er bættur kostnaður vegna umskipta né tækjakostnaður eða annar kostnaður. Ferli kvartana viðskiptavina skal alltaf vera í samræmi við söluferlið, það er síðasti söluaðili vörunnar skal annast umkvörtunarefni viðskiptavinarins að fullu. Ekki er leyfilegt að stofna til útgjalda á kostnað Blikkás ehf.
This is a good place to list any disclaimer your store will have regarding returns and refunds. Think about things like returning products in their original, unused condition, date of return vs. the date of purchase, etc.
Uppsetning
Verð á uppsetningu er ávallt miðuð við dagvinnutíma, að aðgengi sé gott á verkstað og hægt sé að fá örugga festu fyrir þau kerfi sem á að setja upp. Vinnutími reiknast frá þeim tíma sem starfsmenn Blikkás ehf. leggja af stað frá starfstöð fyrirtækisins í Kópavogi. Ef gera þarf sérstakar ráðstafanir til að framkvæma uppsetningu, greiðist sú aukavinna sérstaklega. Einnig greiðist kostnaður sérstaklega vegna tækjaleigu eins og krana, vinnulyftu og vinnupalla ásamt aukavinnu vegna burðar, t.d. upp hæðir í byggingum. Ef uppsetning er unnin af starfsmönnum Blikkás ehf. er varan í ábyrgð á meðan verkið er unnið. Húseigendur bera alltaf ábyrgð á að tilkynna og sýna uppsetningamönnum Blikkás ehf. hvar lagnir, t.d. vatns og rafmagnslagir, liggja í gólfum, veggjum og eða loftum.
Gildistími sölutilboða
Almenn sölutilboð gilda í 20 daga frá dagsetningu tilboðs nema annað sé tekið fram.
er vel tækjum búin og hefur starfað í yfir 30 ár
með sérhæfingu í þjónustu við loftræsi og lofthitakerfi
Blikkás flytur inn Plannja þakrennukerfi og þakefni