FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI
Gæðalausnir í blikksmíði sem fagmenn treysta
Við sinnum allri almennri blikksmíði, auk þess að sérsmíða. Við bæði smíðum og sjáum um uppsetningu á lofthitakerfum ásamt því að sinna ýmsu viðhaldi því tengdu. Vaxandi þáttur í starfsemi okkar er þjónusta við stofnanir og fasteignafélög.
LOFTRÆSTIKERFI
Við framleiðum, þjónustum og setjum upp allar gerðir og stærðir af loftræsikerfum hvort sem um er að ræða atvinnuhúsnæði, frístundahús eða heimahús.
FLOKKUNARTUNNUR
Við framleiðum stílhreinar flokkunartunnur úr stáli í öllum litum. Hægt er að hafa þær einar og sér eða raða þeim saman sem flokkunarstöð.
ÞAKRENNUR
Við flytjum inn Plannja þakrennukerfi sem henta vel í íslensku loftslagi. Þakrennukerfin eru úr stáli og eru því afar traust og endingargóð.
ÞAKEFNI
Við flytjum inn Plannja Trend þakefni sem er auðvelt í uppsetningu með faldar skrúfufestingar og smellulás sem skapar glæsilegt flæði af línum á þakinu þínu.